Dúó stemma í Regnboganum

06.03.2020

    

Í dag komu í heimsókn til okkar þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem saman mynda Dúó stemma. Þau léku á alls oddi, sögðu sögu þar sem þau flétta inní söng, þulum og hljóðfærum. þau leika á ýmsis hljóðfæri og hljóðgafa sem mörg eru heimatilbúin. Sýningin sló í gegn eins og alltaf og börnin sátu dolfallin og uppnumin af hrifningu.