top of page

Virðing - Gleði - Umhyggja

Hot Air Balloons

Börn eru 
merkilegt  fólk

Kid Painting

Nám & starf í Regnboganum

Fyrstu og mikilvægustu uppalendur og fyrirmyndir barnsins eru foreldrar þess og ekkert getur komið í staðinn fyrir gott foreldrauppeldi og umönnun. Nám og leikur í leikskóla á að vera mikilvæg viðbót og góð undirstaða hverju barni fyrir lífið sjálft og formlegra nám síðar meir.  Sameiginleg markmið foreldra og skóla ættu að leiða til þess að barnið verði öruggt, hamingjusamt og frjótt, með sjálfsaga og getu til að virða bæði sjálft sig og aðra.

Happy Children Sledding in Snow
Cartoon Camp
Kid Playing with Bubble

Markmið

Markmið okkar eru að hvert barn öðlist:

  • góðan almennan þroska

  • tilfinningalega færni

  • sterka sjálfsvitund 

  • sjálfsaga

  • hæfni í samskiptum

  • skapandi færni

  • frjóa hugsun

Uppeldisfræðilegar skráningar

Við skrásetjum nám og starf barnanna

Við leggjum áherslu á að gera allt nám og starf barnanna sýnilegt í umhverfi þeirra og lítum þannig á að mikilvægt sé að hvert barn finni að því sjálfu og verkum þess sé sýnd virðing. Það gerum við fyrst og fremst í  samskiptum en líka með því að hengja upp teikningar barnanna, frásagnir og sögur svo dæmi séu tekin. 

Nám í leik

Skipulagður leikur

Leikurinn í sinni fjölbreyttustu mynd er leið náms og þroska í lífi ungra barna. 
Leikurinn er kjarninn í öllu námi og starfi í leikskóla. Í leik öðlast börn m.a. þekkingu, færni, fimi og frjóa hugsun. 
Leikurinn er náms- og þroskaleið barnsins og um leið kennslutæki kennarans. Leikurinn er því bæði markmið og leið í uppeldi og menntun ungra barna. 

bottom of page