top of page

Regnboginn er einsetinn 3 deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1,5–6 ára.

Daglegur opnunartími er á milli kl. 7:35 og 16:30 
Hámarks dvalartími hvers barns 8,5 klst.

Flokkur I

Giftir foreldrar og sambúðarfólk.

Grunngjald/námsgjald er kr. 2.445 fyrir tímann milli kl. 8:00 og 16:00

Greitt er fyrir tíma sem er umfram 8 klst. (15 eða 30 mínútur).

 

Flokkur II

Einstæðir foreldrar, öryrkjar og ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

Tímagjald er kr. 1.013 fyrir tímann milli 8:00 og 16:00

Afsláttur til einstæðra foreldra og öryrkja er veittur af námsgjaldi/grunngjaldi en ekki af fæði eða umframþjónustu skólans.

Greitt er fyrir tíma sem er umfram 8 klst. (15 eða 30 mínútur).

 

  • Í Regnboganum er stefnt er að því að leikskólatími (vinnutími) barnanna sé að hámarki 8,5 klst. á dag meðan lífskjarasamningar um styttri vinnudag/viku eru að festa sig í sessi.

  • Semja þarf um daglegan dvalartíma við skólastjóra þegar gengið er frá dvalarsamningi.

  • Leikskólagjöld eru meðaltals gjöld fyrir árið sem dreifast á 11 mánuði. Júlímánuður greiðist að fullu en ágústmánuði er sleppt þó sumarleyfi skarist milli júlí og ágúst ár hvert.

  • Leikskólagjöld greiðast fyrirfram og eru greidd fyrir 6. dag yfirstandandi mánaðar í bankaþjónustu heimabanka.

  • Fæðisgjald kr. 14.550 er ekki innifalið í tímagjaldi og kostar jafnt f. alla. Fæðið tekur mið af hollustukröfum og markmiðum Landlæknisembættis/manneldisráðs og er ,,Einfalt og hollt við hæfi ungra barna“

  • Regnbogagjald kr. 8.000 er fyrir þjónustu umfram námsgjald og felst fyrst og fremst í mönnun á deildum, að ekki er lokað á almennum skipulagsdögum skóla (en þeir unnir á laugardögum og fyrir þá greidd y.v.), kostnað við útgáfu og prentun á vinnubókum, danskennslu, tónlistarkennslu, ljósmyndir, skólatösku og sérstakt sumarstarf elstu barnanna í Víkingasveitinni svo eitthvað sé nefnt.

  • Lögheimilissveitarfélag barns veitir niðurgreiðslu vegna skólagöngu þess í leikskóla.

  • Systkinaafsláttur er veittur í samræmi við niðurgreiðslur lögheimilissveitarfélags.

  • Námsmenn (báðir foreldrar) þurfa að skila skólastjóra vottorði fyrirfram fyrir hverja önn. Í vottorði þarf að koma fram einingafjöldi og að um fullt nám í dagskóla sé að ræða. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

  • Afsláttur til einstæðra foreldra er veittur að fenginni umsókn um greiðslu samkv. afsláttarflokki (flokkur II). Forráðamaður sem fær afslátt skal endurnýja umsókn sína árlega. Umsókn berist fyrir 15. ágúst til skólastjóra. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

  • Afsláttur til öryrkja miðast við 75% örorku. Skila þarf afriti af örorkuskírteini til skólastjóra og er afsláttur veittur frá þeim degi sem afrit berst. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

  • Séu leikskólagjöld eigi greidd í lok yfirstandandi greiðslumánaðar jafngildir það uppsögn.

  • Gjaldskrá getur breyst án fyrirvara.

  • Uppsagnafrestur á leikskólaplássi er einn mánuður. Gott er að láta vita eins fljótt og unnt er. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að úthluta plássi til næstu foreldra og þeim gefist mánuður til uppsagnar t.d. hjá dagmóður.

bottom of page