top of page

Stefnur leikskólans

Jafnlaunastefna

Regnboginn gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum forsendum. Til að framfylgja stefnunni starfar Regnboginn eftir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðfestingar (sjá 8. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020). Þetta felur m.a. í sér: - Reglubundnar launagreiningar sem byggja á starfaflokkun og liggja til grundvallar markmiðasetningu í jafnlaunamálum - Að brugðist sé við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum - Halda rýnifundi stjórnenda á kerfinu - Fylgjast með lagalegu umhverfi og kröfum er varðar jafnlaunakerfið - Að kynna öllu starfsfólki jafnlaunastefnu skólans og gera hana aðgengilega almenningi Ábyrgðarðaðili: Leikskólastjóri

persónuverndarstefna

Regnboginn vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í upplýsingakerfum sínum. Skólinn leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð viðkvæmra upplýsinga. Því höfum við sett upp margvíslegar varnir er varða vörslu og vinnslu gagna. - Hvaða gögn Um er að ræða persónuupplýsingar er varða börn skólans, foreldra og starfsfólk. - Heimildir Skólinn vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma. - Hvaða notkun Gögn og upplýsingar sem skólinn geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til að skólinn geti sinnt mikilvægu hlutverki sínu á sem bestan máta. Regnboginn dreifir aldrei viðkvæmum persónugögnum án heimildar þess einstaklings sem í hlut á eða forráðamanns hans. - Geymsla gagna / afritun Leikskólinn setur sér starfsreglur um geymslu og vinnslu gagnanna til að koma í veg fyrir eða lágmarka skaða af völdum misnotkunar eða gáleysis. Gögn skólans eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar. - Réttmæti Regnboginn leitast ætíð við að tryggja réttmæti gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar. - Réttur einstaklinga til upplýsinga Regnboginn veitir forsjáraðila barns eða þeim einstaklingi sem þess óskar og hefur heimild til, aðgang að upplýsingum um viðkvæm persónugögn er hann varðar. Beiðni um upplýsingar þarf að berast á þar til gerðu eyðublaði sem fæst á skrifstofu Regnbogans. Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum einstaklinga og setur þær í farveg þannig að unnt sé að svara einstaklingum innan ásættanlegs frests.

öryggisstefna

Regnboginn varðveitir viðkvæmar og í sumum tilfellum persónugreinanlegar upplýsingar sem ekki má nota í öðrum tilgangi en vegna starfsemi skólans. Skólinn heitir því að gæta fyllsta öryggis í meðferð upplýsinga er varða börnin, foreldra og starfsfólk skólans eins og best er hægt á hverjum tíma. Skólinn hefur sett sér stefnu um formlegt verklag vegna vinnu starfsmanna og þjónustuaðila við gögn og kerfi skólans. Öryggisstefnan nær til umgengni og vistunar allra gagna sem eru í vörslu hjá skólanum sem og samstarfs- og þjónustuaðila, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli. Ef skaði verður þá er Markmið öryggiskerfisins að lágmarka tjón fyrir börn, foreldra, starfsfólk og leikskólann. Trúnaður: Skólinn útfærir vinnu sína á þann veg að sem minnstar líkur séu á því að utanaðkomandi aðilar fái aðgang að upplýsingum í heimildarleysi. Við undirritun ráðningasamnings heitir starfsmaður því að fara með allar persónulegar upplýsingar sem hann verður áskynja um börn leikskólans og fjölskyldur þeirra sem trúnaðarmál. Sama á við um trúnað er varðar einkahagi samstarfsfólks sem og viðkvæm mál er varða leikskólann. Þetta á jafnt við um það tímabil sem viðkomandi starfar við leikskólann og að starfi loknu. Réttleiki gagna: Skólinn vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru hjá honum á hverjum tíma, séu réttar og nákvæmlega skráðar. Að ónákvæmar, villandi, rangar eða úreltar upplýsingar séu leiðréttar eða þeim eytt. Aðgengi gagna: Skólinn vill tryggja að upplýsingar sem skráðar eru í upplýsingakerfum hans séu einungis aðgengilegar, þeim sem hafa heimild til notkunar þeirra. Jafnframt að hægt sé að endurheimta gögn sem kunna að eyðileggjast, með hjálp neyðaráætlunar og afrita sem geymd eru á öruggum stað. Lög og reglur: Öryggisstefna þessi tekur mið af lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (sjá lög nr. 77/2000) og af öryggisstaðlinum ÍST 27001:2013. Öryggisstefnan er í fullu samræmi við reglur Persónuverndar nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. Stjórnendur sjá til þess að öryggisstefna skólans sé endurskoðuð og metin a.m.k einu sinni á skólaári. Starfsmenn sem hafa aðgang að upplýsingum, sem og þeir samstarfsaðilar skólans sem koma að rekstri upplýsingakerfa skólans, skulu þekkja öryggisstefnu skólans. Um meðferð og viðbrögð við brotum á reglum þessum er vísað til laga sem og verk- og kjarasamninga. Öryggisnefnd og persónuverndarfulltrúi Í öryggisnefnd Regnbogans eru, Lovísa Hallgrímsdóttir, Kristbjörg Ingimundardóttir og Fanney Guðmundsdóttir sem jafnframt er persónuverndarfulltrúi.

bottom of page