top of page
Gildin (leiðarljós) í starfi leikskólans eru: 

Virðing - Gleði - Umhyggja

Child with school backpack

Nám & starf í Regnboganum

Fyrstu og mikilvægustu uppalendur og fyrirmyndir barnsins eru foreldrar þess og ekkert getur komið í staðinn fyrir gott foreldrauppeldi og umönnun. Nám og leikur í leikskóla á að vera mikilvæg viðbót og góð undirstaða hverju barni fyrir lífið sjálft og formlegra nám síðar meir.  Sameiginleg markmið foreldra og skóla ættu að leiða til þess að barnið verði öruggt, hamingjusamt og frjótt, með sjálfsaga og getu til að virða bæði sjálft sig og aðra.

​​

Markmið Regnbogans

Markmið Regnbogans eru að hvert barn öðlist;

  • góðan almennan þroska

  • tilfinningalega færni

  • sterka sjálfsvitund

  • sjálfsaga

  • hæfni í samskiptum

  • skapandi færni

  • frjóa hugsun

Þessir þættir eru grundvöllur þess að börnin verði hamingjusamir einstaklingar með færni til að takast á við formlegra nám síðar meir og að vera skapandi frumkvöðlar í lífi sínu og starfi.

bottom of page