top of page
Child with school backpack

Nám & starf í Regnboganum

Fyrstu og mikilvægustu uppalendur og fyrirmyndir barnsins eru foreldrar þess og ekkert getur komið í staðinn fyrir gott foreldrauppeldi og umönnun. Nám og leikur í leikskóla á að vera mikilvæg viðbót og góð undirstaða hverju barni fyrir lífið sjálft og formlegra nám síðar meir.  Sameiginleg markmið foreldra og skóla ættu að leiða til þess að barnið verði öruggt, hamingjusamt og frjótt, með sjálfsaga og getu til að virða bæði sjálft sig og aðra.

Við leggjum áherslu á góða samvinnu við foreldra sem stuðlar að heilbrigðum alhliða þroska og heill barnanna. 

Í Regnboganum er sú sýn höfð að leiðarljósi að öll börn eru máttug og mikilhæf og að hvert og eitt þeirra búi yfir fjölbreyttum hæfileikum til að tileinka sér færni og þekkingu.

 

Það er hlutverk okkar að skapa börnum í leikskólanum tækifæri og aðstæður til að nýta allt það sem í þeim býr. Gildin (leiðarljós) í starfi leikskólans eru: 

Virðing – Gleði – Umhyggja.
 

Okkar markmið

Markmið Regnbogans eru að hvert barn öðlist;

  • góðan almennan þroska

  • tilfinningalega færni

  • sterka sjálfsvitund

  • sjálfsaga

  • hæfni í samskiptum

  • skapandi færni

  • frjóa hugsun

Þessir þættir eru grundvöllur þess að börnin verði hamingjusamir einstaklingar með færni til að takast á við formlegra nám síðar meir og að vera skapandi frumkvöðlar í lífi sínu og starfi.

Regnboginn

Bleikjukvísl 10 - Gengið inn frá Streng

110 Reykjavík

Sími: 557 7071

netfang: regnbogi@regnbogi.is

© 2023 Regnboginn

Vefhönnun: VH Þjálfun og ráðgjöf

bottom of page